Faraldurinn virðist hafa haft lítil áhrif á útleiguhlutföll fasteignafélagana, en hlutfall af lausu húsnæði hélst í kringum 5% hjá Reitum og Eik í gegnum faraldurinn en var lægra hjá Reginn. Í fyrra fækkaði tómu húsnæði hjá Reginn og var þá orðið minna af lausu húsnæði en fyrir faraldur. Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri Croisette Real Estate partners á Íslandi, segir að nú sé mjög lítið laust þrátt fyrir að við séum búin að ganga í gegnum faraldur og að erfitt geti reynst fyrir suma að finna gott húsnæði.

„Góð verslunarrými eru öll í útleigu og það er erfitt að finna fínar skrifstofur sem eru 100-200 fermetrar. Leigan þarf að fara upp til að réttlæta fleiri nýbyggingar iðnaðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis þar sem byggingarkostnaður er að hækka gríðarlega. Það er ekki bara íbúðarhúsnæði sem er dýrara að byggja heldur líka atvinnuhúsnæði, sem mun bitna á arðsemiskröfu þessara stóru fyrirtækja ef að leigan hækkar ekki í hlutfalli við hærri byggingarkostnað.“

Þó ekki sé verið að byggja mikið af iðnaðarhúsnæði þá hefur Styrmir ekki áhyggjur af skorti á slíku húsnæði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði