Sebastian Ebel, framkvæmdastjóri ferðafyrirtækisins TUI, segir að hitabylgjur og loftslagsbreytingar gætu breytt ferðavenjum ferðamanna. Hann segir að viðskiptavinir gætu kosið að fara frekar til sólarlanda á haustin og að strendur Belgíu og Póllands gætu orðið vinsælli.
Rúmlega átta þúsund viðskiptavinir TUI neyddust til að flýja skógareldana á grísku eyjunni Ródos sem kostuðu fyrirtækið 25 milljónir evra.
Ebel segir að loftslagið hafi verið allt öðruvísi en búist var við og að hann hafi sjálfur farið til Ródos fyrsta daginn sem eldarnir brutust út. Það kom honum hins vegar á óvart þar sem eldarnir voru ekki sjáanlegir.
Alls voru 20 þúsund ferðamenn fluttir af eyjunni og líktu sumir ástandinu við hamfaramynd. Fólk neyddist til að sofa í skólum og íþróttamiðstöðvum á meðan beðið var eftir flugi og að eldarnir hafi gert suma ferðamannastaði óbyggilega.
TUI segir að eldarnir hafi aðeins haft skammtímaáhrif á bókanir og voru bókanir í síðustu viku 5% meiri en á sama tímabili í fyrra. Sú þróun er í takt við bókunartíðni annarra ferðafyrirtækja eftir heimsfaraldur.
Ebel bætir við að lönd með mildara loftslag, eins og Norðurlöndin, gætu orðið vinsælli ferðamannastaðir.