Lyfjaver sneri rekstrinum við á milli ára og skilaði 2 milljóna króna hagnaði á árinu 2021, eftir að hafa skilað 30 milljóna króna tapi árið á undan. Heildarvelta félagsins nam tæpum 3,4 milljörðum króna og jókst um 22% á milli ára.

Eigið fé félagsins þrefaldaðist á milli ára og stóð í tæpum 303 milljónum króna í árslok, samanborið við tæpa 101 milljón króna árið á undan og munar þar um 200 milljóna króna hlutafjáraukningu á árinu 2021.

Sjá einnig: Tífalt minni hagnaður Silfurbergs

Friðrik Steinn Kristjánsson er stjórnarformaður Lyfjavers, sem er í 91,29% eigu Silfurbergs og 8,71% eigu Eurogen Pharma Pte. Ltd.. Silfurberg er í eigu Friðriks Steins og Ingibjargar Jónsdóttur, sem fara með helmingshlut hvort.