Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hækkuðu mörg á ný í dag eftir mikla lækkun sem átti sér stað í gær við lokun markaðarins. Hlutabréf Marel hækkuðu til að mynda um 4,55% eftir að hafa lækkað um 2,80% í gær og eins hafði gengi Kviku hækkað um 2,57% eftir nærri fjögurra prósenta lækkun í gærdagsins.

Alvotech náði einnig að fagna 2,26% hækkun en mikil sveifla hefur verið á gengi félagsins undanfarnar vikur eftir að FDA greindi frá óvissu Alvotech á bandarískum lyfjamarkaði. Velta með bréf félagsins nam 94 milljónum króna og er núverandi hlutabréfaverð Alvotech 1.360 krónur á hvern hlut.

Hlutabréf Eimskip héldu hins vegar áfram að lækka og við lokun Kauphallarinnar hafði gengi félagsins lækkað lítillega um 0,18%. Eimskip hafði lækkað um 3,32% í gær og stendur hlutabréfaverð þess nú í 552 krónum á hvern hlut.