Hamborgarakeðjan McDonald‘s hefur tilkynnt áform um að opna aftur veitingastaði sína í Úkraínu sem var lokað í mars eftir innrás Rússlands. McDonald‘s vonast að með þessu fái Úkraínumenn litla en mikilvæga tilfinningu um eðlilegt far. BBC greinir frá.

Veitingastaðir keðjunnar í Úkraínu verða opnaðir í skrefum á næstu mánuðum í Kænugarði og Vestur-Úkraínu á svæðum sem metin eru örugg. McDonald‘s hélt úti fleiri en hundrað stöðum í Úkraínu áður en stríðið hófst. Keðjan hefur greitt laun meira en 10 þúsund starfsmanna í landinu síðan þá.

Sjá einnig: Kaupir 850 McDonald’s staði í Rússlandi

Haft er eftir forstöðumanni hjá stórfyrirtækinu að stjórnendur hafi átt í samskiptum við starfsfólk í Úkraínu sem hafi komið á framfæri löngun að snúa aftur til starfa og sjá veitingastaði keðjunnar opna á ný.