Eftir 35 ára starf hjá Háskóla Íslands lét Hannes Hólmsteinn Gissurason af störfum þann 1. mars síðastliðinn, nokkrum dögum eftir sjötugsafmælið.

„Þegar þú ert orðinn sjötugur og þegar þér er gert að hætta þá gerir þú þér auðvitað grein fyrir því að þú ert dauðlegur eins og allir aðrir. Þú ert kominn á seinni helming ævinnar og það sem þú þarft þá að gera það er að reyna að gera árin sem eftir eru eins skemmtileg og hægt er, njóta þeirra og nýta tímann vel sem eftir er.“

Hann er þó ekki hættur en meðal verkefna sem hann er með á sínu borði á næstu misserum er að taka saman safnrit um norræna frjálshyggju fyrir hugveitu í Brussel og skrifa meira fyrir nettímaritið The Conservative, auk þess sem hann vildi gjarnan skrifa sjálfsævisögu.

„Ég held að ég haldi áfram að vinna eins lengi og kraftarnir endast. Það verður að segja að fyrir mér eru þetta kannski ekki eins glögg skil á milli vinnu og skemmtunar, því að ég hef sem betur fer verið að sinna störfum sem að ég hef haft gaman af.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.