Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu innlendu fréttir ársins.
6. Atli með tæpar 600 milljónir
Viðskiptablaðið tók saman lista yfir þá 100 einstaklinga sem höfðu hæstar fjármagnstekjur árið 2021. Kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson situr í 29. sæti listans en fjármagnstekjur hans námu 568 milljónum.
7. Bogi: Stór munur að keppa við Play en Wow
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræddi um samkeppnisumhverfi flugfélagsins í hlaðvarpinu Chat after Dark í sumar. Hann sagði stóran mun að keppa við flugfélagið Play heldur en forvera þess Wow.
8. Selur Freyju eftir meira en fjörutíu ár
Viðskiptablaðið sagði frá því í sumar að K-102, móðurfélag Freyju sælgætisgerðar, væri í söluferli en félagið hafði verið í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu í 42 ár. Í lok nóvember var svo tilkynnt um að fjárfestingarfélagið Langisjór hefði náð samkomulagi um að kaupa Freyju.
9. Þrír með yfir þrjá milljarða
Á lista Viðskiptablaðsins yfir þá 100 einstaklinga með hæstu fjármagnstekjurnar árið 2021 voru þrír Íslendingar með yfir 3 milljarða króna í fjármagnstekjur. Allir eiga það sameiginlegt að vera fyrrverandi útgerðarmenn.
10. Kári algjörlega ósammála Þórólfi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í hlaðvarpinu Chat after Dark að hann væri algjörlega ósammála Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þegar kemur að gagnrýni ráðherra Sjálfstæðisflokksins á tillögur og aðgerðir í sóttvörnum í Covid-19 faraldrinum.