Ársverðbólgan mældist 7,4% í Danmörku í maí. Í apríl mældist hún 6,7%. Börsen greinir frá.

Ótrúlegar hækkanir hafa verið á sumum vörum síðasta árið. Verð á rafmagni hefur hækkað um 60%, gas hefur hækkað um 120% og eldsneyti hefur hækka um 48%.Kjarnaverðbólgan, án orkukostnaðar og óunninna matvæla, var 4,4%. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 3,8% á sama tímabili.

Mesta verðbólga síðan 1983

Verðbólga hefur ekki mælst hærri í Danmörku síðan maí 1983 en þá fór hún í 7,65%

Það ár mældist var Íslandsmetið í verðbólgu slegið. Frá ágúst 1982 til ágúst 1983 hækkaði vísitalan um 103% sem þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist.