Tekjur danska lækningafyrirtækisins Coloplast jukust um 8% á 1. ársfjórðungi reikningsársins 2023/2024 samanborið við sama ársfjórðung árið á undan. Þetta kemur fram í uppgjöri sem fyrirtækið birti á föstudaginn. Eins og kunnugt er þá keypti Coloplast íslenska fyrirtækið Kerecis síðasta sumar á 1,3 milljarða dollara, eða sem nemur 180 milljörðum króna.

Tekjur danska lækningafyrirtækisins Coloplast jukust um 8% á 1. ársfjórðungi reikningsársins 2023/2024 samanborið við sama ársfjórðung árið á undan. Þetta kemur fram í uppgjöri sem fyrirtækið birti á föstudaginn. Eins og kunnugt er þá keypti Coloplast íslenska fyrirtækið Kerecis síðasta sumar á 1,3 milljarða dollara, eða sem nemur 180 milljörðum króna.

Í uppgjörinu kemur fram að vöxtur Kerecis innan Coloplast samstæðunnar sé samkvæmt áætlun eða um 35%, sem ber merki um áframhaldandi sókn Kerecis á sínum mörkuðum.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, segir reksturinn hafa gengið vel og fyrstu mánuðirnir innan Coloplast-samstæðunnar hafi verið afskaplega ánægjulegir, sem lofi góðu um framhaldið.

„Fyrsti fjórðungur fjárhagsársins er sá besti í sögu Kerecis og sá tekjuhæsti frá upphafi,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðið. „Við erum áfram afskaplega bjartsýn um framhaldið.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.