Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur aldrei afhent jafn margar bifreiðar og á öðrum fjórðungi þessa árs, í kjölfar þess að hafa lækkað verð á bílum sínum til að stuðla að aukinni sölu.

Til þess að freista þess að hafa betur í harðri samkeppni við keppinauta sína ákvað Tesla að lækka verðið innan stórra markaðssvæða á borð við Bandaríkin, Bretland og Kína.

Tesla afhenti 466.140 rafbíla á öðrum ársfjórðungi, sem er rúmlega 80% fjölgun frá sama fjórðungi í fyrra.

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur aldrei afhent jafn margar bifreiðar og á öðrum fjórðungi þessa árs, í kjölfar þess að hafa lækkað verð á bílum sínum til að stuðla að aukinni sölu.

Til þess að freista þess að hafa betur í harðri samkeppni við keppinauta sína ákvað Tesla að lækka verðið innan stórra markaðssvæða á borð við Bandaríkin, Bretland og Kína.

Tesla afhenti 466.140 rafbíla á öðrum ársfjórðungi, sem er rúmlega 80% fjölgun frá sama fjórðungi í fyrra.