Háskóli Íslands hefur fært eignarhald sitt í tæplega tuttugu rannsóknar- og sprotafyrirtækjum undir félagið Sprota sem var stofnað árið 2022.

Oddur Sturluson, framkvæmdastjóri Sprota og nýsköpunarfulltrúi vísinda– og nýsköpunarsviðs HÍ, segir einn helsta tilganginn með stofnun sérstaks félags vera að bæta yfirsýn yfir sprotasafn háskólans og skilgreina betur stefnu og markmið með eignarhaldinu.

Háskóli Íslands hefur fært eignarhald sitt í tæplega tuttugu rannsóknar- og sprotafyrirtækjum undir félagið Sprota sem var stofnað árið 2022.

Oddur Sturluson, framkvæmdastjóri Sprota og nýsköpunarfulltrúi vísinda– og nýsköpunarsviðs HÍ, segir einn helsta tilganginn með stofnun sérstaks félags vera að bæta yfirsýn yfir sprotasafn háskólans og skilgreina betur stefnu og markmið með eignarhaldinu.

Horft sé til þess að Sprotar verði svokallaður „Proof of Concept“ sjóður sem felur í sér að fjárhagslegur ávinningur af eignarhaldi í sprotafyrirtækjum, með söluhagnaði eða arðgreiðslum, skapi grunn fyrir félagið til að styrkja frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni.

„Við erum alltaf að leita leiða til þess að styðja frekar við nýsköpunarstarfið innan háskólans. Einnig viljum við auka líkurnar á hagnýtingu uppfinninga og koma þeim út í samfélagið.“

Langur vaxtaferill en áhrifin verði þeim muni meiri

Síðastliðið haust samþykkti stjórn Sprota útgöngustefnu og fjárfestingastefnu fyrir félagið. Oddur segir að háskólinn horfi almennt til þess að vera þolinmóður bakhjarl og ekki liggi fyrir nein ákvörðun um að selja eignarhluti í félögum í eignasafninu að svo stöddu.

„Þetta eru allt félög sem verða til út frá rannsóknum sem eru unnar innan háskólans og fyrir vikið er töluverð áhersla á djúptækni. Þetta eru yfirleitt tæknilega krefjandi verkefni sem geta verið með mjög langan vaxtartíma miðað við aðra geira. Þegar félögin ná svo flugi þá verða áhrifin hins vegar þeim mun meiri,“ segir Oddur.

Ný félög verða til innan háskólans á hverju ári og bendir Oddur á að hið nýstofnaða félag Minamo, sem þróar örveruhemjandi og lífsamræmanlegar húðanir fyrir sílikon, bættist við eignasafn Sprota í ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.