Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í dag er fjárfestar lögðu mat á ýmsar fréttir af efnahag landsins.
Nasdaq hækkaði um 2,14%, S&P um 1,83% og Dow Jones um 1,4%.
Það vakti athygli að Loretta Mester seðlabankastjórinn í Cleveland, en svæðisseðlabankarnir eru 12 í Bandaríkjunum, sagðist í dag ekki hafa trú á því að Bandaríkin væru á leið inn í kreppu. Hún sagði þó að hættan á því hafi aukist.
Fjárfestar virðast hafa tekið orðunum vel enda sumir hræddir um að kreppa sé í aðsigi í landinu, jafnvel öllum heiminum.