Verð á korni- og hveiti hefur eins og aðrar hrávörur lækkað aftur eftir að hafa náð áður óséðum hæðum. Þegar verð var sem hæst um miðjan maí var heimsmarkaðsverð á hveiti 60% hærra en það var um síðustu mánaðarmót, og . „Veðurfar í kornræktarhéröðum í Bandaríkjunum hefur verið tiltölulega heppilegt og horfur eru á góðri uppskeru á því svæði, það ýtti verðinu niður á ákveðnum korntegundum til dæmis,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Sömuleiðis náðist samkomulag milli Rússlands og Úkraínu í lok síðasta mánaðar, um að hefja útflutning á korni á ný.„Þetta er mikilvægur áfangi þó enn sé ekki komin mikilreynsla á hversu vel þetta samkomulag heldur.“

Verð á hráolíu er nú um 95 Bandaríkja-dollarar á hverja tunnu sem er svipað og það var fyrir innrásina. Hæst fór verð í 128 dollara á tunnu aðra vikuna í mars. Í lok júlímánaðar var heimsmarkaðsverðið hins vegar 110 dollarar, svo lækkunin nemur um 15%. Lækkunina telur Jón Bjarki að megi rekja m.a. til þess að horfur um eftirspurn eftir olíu og olíuafurðum hafi verið að dökkna á sama tíma og framboð hefur þegar aukist lítillega og nokkrar líkur eru á að framboð frá Íran bætist inn á heimsmarkaði á komandi mánuðum.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.