Hagnaður barnavöruverslunarinnar Petit nam 24 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 16 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur námu 371 milljón króna og jukust um 13%. Að sama skapi jukust rekstrargjöld úr 277 milljónum króna í 338 milljónir. Eignir námu 98 milljónum króna í lok síðasta árs, skuldir 50 milljónum og eigið fé 47 milljónum króna. Verslunin er að helmingshluta í eigu framkvæmdastjórans Linnea Ahle en unnusti hennar, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson, á hinn helminginn í versluninni.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.