Heimilistæki högnuðust um 117 milljónir króna í fyrra, samanborið við 274 milljónir árið áður. Tekjur samstæðunnar, sem telur m.a. Tölvulistann, Byggt og Búið,  og Kúnígúnd, námu tæpum sjö milljörðum og jukust um innan við 1% milli ára.

Ásbjörn Ólafsson ehf. kom inn í samstæðuna árið 2022 og voru tekjur félagsins það ár ekki nema að hluta í samstæðureikningi. Því er ekki ólíklegt að tekjur Heimilistækja hafi dregist saman milli ára. Sá kostnaðarliður sem hækkaði mest milli ára var laun og starfsmannatengdur kostnaður eða um 24% og nam rúmlega 1,4 milljörðum.

Hreinn Hlíðar Erlendsson á Heimilistækja-samstæðuna ásamt sonum sínum, þeim Ólafi Má, Birki Erni og Hlíðari Þór.