Fjárfesting í hlutabréfasjóðum í september hefur ekki verið minni frá því í september 2010. Samkvæmt tölum Seðlabankans nam fjárfesting í hlutabréfasjóðum einungis 160 milljónum króna í mánuðinum á meðan að útflæðið var 2,3 milljarðar. Í september 2010 námu kaupin 74 milljónum en útflæðið um 70 milljónum.

Aftur á móti jókst fjárfesting í blönduðum verðbréfasjóðum en hún var í sögulegu lágmarki í sumar. Alls keyptu sparifjáreigendur hlutdeildarskírteini í slíkum sjóðum fyrir um fimm milljarða í mánuðinum. Hreint útflæði úr skuldabréfasjóðum hélt áfram sautjánda mánuðinn í röð.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði