Hlutabréf Associated British Foods (ABF), móðurfélags fataverslunarkeðjunnar Primark, hafa lækkað um 8% frá opnun markaða í morgun eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun. Gengi félagsins stendur nú í 1.339 pundum á hlut og hefur ekki verið læra í áratug.
Primark, sem er ein stærsta fatakeðja Evrópu, hyggst takmarka verðhækkanir næsta árið en móðurfélagið benti á að ráðstöfunartekjur viðskiptavina muni líklega dragast saman næsta árið vegna vaxandi verðbólgu. Framlegð Primark muni því dragast saman.
„Þetta gæti fengið menn til að horfast í augu við raunveruleikann,“ hefur Reuters eftir greinanda Reuters. „Þetta verði þá áminning um að þrátt fyrir að eftirspurn neytenda hefur ekki dregist saman eins mikið og óttast vegna stuðningsaðgerða stjórnvalda þá horfa smásalar frammi fyrir mótvind hvað framlegð varðar á komandi ári.“
Breska fyrirtækið segist ætla að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að draga úr kostnaði og bæta afköst innan verslana.
Samstæðan áætlar að sala Primark verði um 7,7 milljarðar punda á þessu fjárhagsári, sem yrði um 40% hækkun frá fyrra ári.