Olaf Scholz kanslari Þýskalands tók á móti gestum í opnu húsi á skrifstofu kanslaraembættisins í Berlín í dag.
Tvær konur óskuðu eftir því að tekin yrði mynd af þeim með kanslaranum og varð Scholz við því. Skyndilega klæddu þær sig úr að ofan og kom þá í ljós að þær voru að mótmæla kaupum Þjóðverja á gasi frá Rússlandi.
Báðar höfðu konurnar málað á sig Gas embargo now, eða viðskiptabann á gas strax.
Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir viðskipti sín við Rússland eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þjóðverjar eru í afleitri stöðu þar þeir hafa fáa, ef nokkra, aðra kosti til að afla sér orku - að minnsta kosti til skemmri tíma.
Konurnar tvær voru fljótt yfirbugaðar af öryggisvörðum kanslarans.