Samtökin ’78, BHM, ASÍ og BSRB kynntu á dögunum niðurstöðu rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði í tilefni Hinsegin daga.
BHM, BSRB og ASÍ sýndu einnig stuðning sinn við hinsegin fólk í verki með því að taka þátt í Gleðigöngunni.
Ljósmynd: Haraldur Jónasson
Deila
Samtökin ’78, BHM, ASÍ og BSRB kynntu á dögunum niðurstöðu rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði í tilefni Hinsegin daga.
Viðburðurinn fór fram í Veröld – húsi Vigdísar. Rannsóknin, sem gefin verður út í haust, er unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, sá um að kynna niðurstöður rannsóknarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna ’78, stýrði umræðum. Meðal þeirra sem fluttu erindi á viðburðinum voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Friðrik Jónsson, formaður BHM og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78‘.