Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, skilaði 44 milljóna króna tapi í fyrra. Árið áður var félagið rekið með 740 milljóna hagnaði.
Rekstrartekjur námu 48,9 milljörðum króna og jukust um 6,5%. Hækkunin var tilkomin vegna verðhækkana og söluaukningar innanlands sem og erlendis.
Á móti hækkaði kostnaður um 3,5 milljarða. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi segir að stjórnendur vinni að því að bæta rekstur samstæðunnar með því að hagræða.
Lykiltölur / Auðhumla
2023 | |||||||
45.864 | |||||||
30.127 | |||||||
15.624 | |||||||
740 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.