Sælgætisgerðin Nói Síríus hagnaðist um 76 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 15 milljóna hagnað árið áður.

Sælgætisgerðin Nói Síríus hagnaðist um 76 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 15 milljóna hagnað árið áður.

Sölutekjur námu 5 milljörðum og jukust um 854 milljónir á milli ára.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi kemur fram að hlutafé félagsins var aukið um 400 milljónir á síðasta ári.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er forstjóri Nóa Síríus en norska félagið Orkla er eigandi sælgætisgerðarinnar.

Lykiltölur / Nói Síríus

2023 2022
Tekjur 5.005  4.151
Eignir 4.871  4.536
Eigið fé 2.359  1.883
Afkoma 76  15
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.