Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,3% í 3,5 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.
Mesta veltan var með hlutabréf Marel sem lækkuðu um 1,8% í 650 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins stóð í 441 krónum við lokun Kauphallarinnar í dag og hefur lækkað um tæp 50% frá áramótum.
Hlutabréfaverð Nova féll um hálft prósent í 67 milljóna veltu og stóð í 4,04 krónum á hlut við lokun markaði. Gengi fjarskiptafélagsins hefur aldrei verið lægra frá skráningu þann 21. júní síðastliðinn og er nú 21% undir útboðsgenginu í almennu hlutafjárútboði félagsins í síðasta mánuði.
Gengi bréfa Íslandsbanka lækkaði um eitt prósent í 315 milljóna veltu í dag. Gengið er nú einungis 1,4% yfir söluverðinu í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut í bankanum sem fór fram eftir lokun markaða þann 22. mars.
Mest lækkaði gengi Icelandair, um 3,25% í 95 milljóna veltu, og er gengið komið niður í 1,73 krónur á hlut. Einungis tvö félög hækkuðu í viðskiptum dagsins, Skel fjárfestingafélag um 1,25% og Kvika banki um 0,7%.