Mikið var um lækkanir á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag þegar gengi bréfa hjá 16 af 22 félögum lækkaði í viðskiptum dagins. Úrvalsvísitalan lækkaði þannig um 1,32% og stendur í 2.777,9 stigum.
Nova, sem skilaði árshlutareikningi í gær, lækkaði mest allra félaga á markaði eða um 4,56% í 167 milljóna viðskiptum. Marel, verðmætasta félagið á markaði, heldur áfram að lækka en að þessu sinni fór gengi félagsins niður um 2,55% í 270 milljóna viðskiptum.
Aðeins þrjú félög hækkuðu í viðskiptum dagsins, Vís um rúmt eitt prósent, Íslandsbanki um 0,9% og Síldarvinnslan um 0,8%. Jafnframt voru mestu viðskiptin með bréf Síldarvinnslunnar, um 611 milljónir króna, en heildarvelta á markaði nam 3,5 milljörðum króna.
Á First North lækkaði gengi bréfa Hampiðjunnar um 9,3%, en félagið skilaði árshlutareikningi í gær. Gengi bréfa flugfélagsins Play lækkaði um 1,55% í 100 milljóna viðskiptum.