„Endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrum forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum eru um margt mjög áhugaverð lesning um líf manns sem var sendur ungur í fóstur en braust af dugnaði til bjargálna. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifar hér lipurlega um stórmerkilegan feril manns sem var í mörgu brautryðjandi í viðskiptum.
Magnús Gústafsson er mörgum Íslendingum kunnur þótt hann hafi lengst af starfað á erlendri grundu. Meðal annars gegndi Magnús í tvo áratugi forstjórastöðu hjá fisksölufyrirtækinu Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Þar áður hafði hann verið forstjóri Hampiðjunnar auk þess að starfa við rekstrarráðgjöf og sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, íslenskra og erlendra, á löngum og farsælum ferli. Hann var um tíma aðalræðismaður Íslands í New York.“
Svona hljómar lýsingin á bókinni Með skýra sýn – saga Magnúsar Gústafssonar eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Í eftirfarandi bókarköflum fer höfundur yfir starfsbyrjun Magnúsar hjá Hampiðjunni, mikilvæg viðskiptasambönd sem hann byggði upp í Japan og hrifningu hans á landi og þjóð, nútímalega stjórnunarhætti Magnúsar sem fólust m.a. í því að virkja hvern starfsmann til ábyrgðar á starfseminni. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði