Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase, sagði í gær að hann muni líklegast fara á eftir­laun á næstu árum en mun það vera í fyrsta finn sem forstjórinn opnar á möguleikann.

Síðast­liðinn ára­tug hefur Dimon í­trekað sagt „fimm ár í við­bót“ þegar hann hefur verið spurður um hve­nær hann ætli á eftir­laun.

„Tíma­línan er ekki fimm ár lengur,“ sagði Dimon á fjár­festa­kynningu í gær enThe Wall Strret Journal greinir frá.

Að sögn WSJ ættu um­mæli hans ekki að koma neinum á ó­vart en árið 2021 á­kvað stjórn bankans að verð­launa Dimon með veg­legum bónus­greiðslum ef hann myndi ekki fara á eftir­laun fyrr en 2026.

Dimon sagði í gær að það væri mjög líklegt að eftirmaður hans gæti komið innan úr röðum bankans og nefndi hann þónokkra núverandi framkvæmdastjóra bankans.

Jennife Pipeszak, framkvæmdastjóri fjárfestingabankastarfsemi, Marianna Lake sem sér um einkabankaþjónustuna og Daniel Pinto rekstarstjóri bankans voru öll nefnd.