Norsk athafnakona Kirsten Holmen festi í lok síðasta árs kaup á fasteignum að Laugavegi 4-6, 1.133 fermetra verslunarhúsnæði þar sem hún hefur meðal annars rekið ísbar frá árinu 2019 og Skólavörðustíg 1a, 333 fermetra húsnæði þar sem rekið er lítið íbúðahótel undir merkjum Ava Apartments.
Kaupverðið var samtals 1.263 milljónir króna en seljandi er Fasteignaauður II, sjóður í umsjón Kviku banka. Kirsten var fyrsti leigutakinn í húsinu eftir að Fasteignaauður II eignaðist fasteignirnar og réðst í endurbætur á húsnæðinu fyrir nokkrum árum.
„Fasteignin er að mörgu leyti einstök og hún býður upp á fjölbreytta notkun. Þetta er eina verslunarhúsið í Reykjavík sem tengir saman tvær helstu verslunargötur borgarinnar, Skólavörðustíg og Laugaveg. Tenging eldri húsa við nýbyggingu er vandasöm en arkitektum hefur tekist það mjög vel,“ sagði Daníiel Þór Magnússon, sjóðsstjóri Fasteignaauðs, í viðtali við Morgunblaðið árið 2018.
Verið er að klára endurbætur á ísbarnum sem opnar aftur á næstu dögum.
Nánar er fjallað um ísbarinn í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér. Þar er rætt við Kirsten um enduropnun ísbarsins.