Norsk athafnakona festi í lok síðasta árs kaup á fasteignum að Laugavegi 4-6, 1‏.133 fermetra verslunarhúsnæði þar sem hún hefur meðal annars rekið ísbar frá árinu 2019.

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarin tvö ár. Við erum núna að búa til glænýjan bar og listasal sem verður tilbúinn 25. febrúar og erum að vinna í samstarfi við listamenn sem hafa verið með okkur í mörg ár,“ segir Kirsten Holmen, eigandi Magic Ice, sem stóð fyrir fyrstu opnuninni fyrir rúmum fimm árum síðan.

Magic Ice er rekið undir norska viðburðarfyrirtækinu Magic North sem starfrækir fjóra ísbari, einn á Íslandi og þrjá í Noregi, þar sem sá fyrsti opnaði árið 2004.

Kirsten hafði þá starfað fyrir Magic North þar sem hún skipulagði viðburði fyrir fyrirtæki á Norðurlöndunum. Árið 2002 fékk hún það verkefni að gera viðburð fyrir Volvo í Nordkapp, nyrsta sveitarfélagi Noregs, þar sem bílaframleiðandinn var að prufukeyra bílana sína.

Fjallað er nánar um ísbarinn í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.