Og Vodafone hefur gert samning við afþreyingarfyrirtækið arvato mobile um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live!

Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna.

?Arvato mobile hefur í nokkur ár boðið Vodafone fyrirtækjum og samstarfsaðilum framúrskarandi afþreyingarefni" segir Kolbeinn Einarsson, forstöðumaður vörumótunar hjá Og Vodafone og bæti við það sé ?gríðarlega mikilvægt fyrir Og Vodafone að eiga kost á fjölbreyttu efni."

Arvato mobile er afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma og fleiri miðla. Það er dótturfyrirtæki arvato Bertelsmann AG, en það þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðla og netgáttir.