Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, er í 20. sæti á lista yfir þá sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra en hann var alls með 554 milljónir króna. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, kemur skammt á eftir með 538 milljónir króna í fjármagnstekjur.

Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, er í 20. sæti á lista yfir þá sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra en hann var alls með 554 milljónir króna. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, kemur skammt á eftir með 538 milljónir króna í fjármagnstekjur.

Októ og Andri fara með sitthvorn helmingshlutinn í OA eignarhaldsfélagi, sem er einn stærsti hluthafi Ölgerðarinnar. Þeir voru þriðju stærstu hluthafar í Ölgerðinni fyrir útboð félagsins sem fór fram í maí 2022, þá með 16,1% hlut. Í dag á félagið ríflega 316 þúsund hluti, alls 11,27%, sem eru um 4,1 milljarður króna að markaðsvirði. Félagið greiddi 235 milljónir króna í arð í fyrra.

Ólöf Októsdóttir, móðir Októs, er einnig á listanum yfir þá sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra með 302 milljónir. Ólöf var um tíma einn aðaleiganda Ölgerðarinnar ásamt eiginmanni sínum, Einari F. Kristinssyni, í gegnum Lind ehf. en félagið seldi síðustu hluti sína í Ölgerðinni árið 2016. Hún er í dag eini eigandi Lindar, sem greiddi 300 milljóna króna í arð 2022.

Listi yfir þá 150 einstaklinga sem voru með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast listann hér.