Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað mikið á undanförnum misserum og hefur hráolían ekki verið jafn ódýr síðan í janúar.
Heimsmarkaðsverð á Brent hráolíu hefur lækkað um 24% síðastliðna tvo mánuði, og stendur nú í 94 dölum á tunnu. Heimsmarkaðsverð á hinni bandarísku WTI hráolíu, sem er að mestu leyti framleidd í Texas ríki, hefur lækkað um 28% síðastliðna tvo mánuði, og stendur nú í 88 dölum á tunnu.
Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Í mars mánuði, stuttu eftir innrásina, náði olíuverð sögulegu hámarki. Þá fór verð á WTI hráolíu upp í 123,7 dali á tunnu og Brent hráolían var komin upp í 128 dali á tunnu.
Sérfræðingar telja að áhyggjur af kreppu hafi nú neikvæð áhrif á eftirspurn eftir olíu. Þannig sé eftirspurn eftir bensíni í Bandaríkjunum að dragast saman á sama tíma og bensínverð lækkar, að því er kemur fram í grein hjá Reuters fréttastofunni.