Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með hlutabréf Marels. Lokað var á viðskiptin sjö mínútum eftir að Kauphöllin opnaði í morgun en rúmum klukkutíma síðar hefur nú verið opnað aftur fyrir viðskipti með bréf félagsins.

Gengi hlutabréfa Marels stendur í 458 krónum á hlut, þegar fréttin er skrifuð, sem samsvarar 30,9% hækkun frá dagslokagengi félagsins í gær.

Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með hlutabréf Marels. Lokað var á viðskiptin sjö mínútum eftir að Kauphöllin opnaði í morgun en rúmum klukkutíma síðar hefur nú verið opnað aftur fyrir viðskipti með bréf félagsins.

Gengi hlutabréfa Marels stendur í 458 krónum á hlut, þegar fréttin er skrifuð, sem samsvarar 30,9% hækkun frá dagslokagengi félagsins í gær.

Marel tilkynnti fyrir skömmu um að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies Corporation (JBT) væri á bak við óskuldbindandi viljayfirlýsinguna um mögulegt yfirtökutilboð í Marel. Fyrirhugað tilboð felur í sér að 25% af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og 75% verði í formi hlutabréfa í JBT.

Í óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,15 evrur á hlut, eða 482 krónur á hlut miðað við skiptigengi ISK/EUR 153,3, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel.