Þrjár vikur eru nú liðnar frá því að flestir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út en aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt í á annan mánuð að ná saman, án árangurs.

Jákvæður tónn var í viðsemjendum þegar viðræður hófust milli Samtaka atvinnulífsins og hinnar svokölluðu Breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar um langtímakjarasamninga undir lok síðasta árs. Virtust þau sammála um að hófstilltar launahækkanir væru við hæfi og höfðu bæði ríki og sveitarfélög lýst yfir vilja til að koma að borðinu.

Þrjár vikur eru nú liðnar frá því að flestir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út en aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt í á annan mánuð að ná saman, án árangurs.

Jákvæður tónn var í viðsemjendum þegar viðræður hófust milli Samtaka atvinnulífsins og hinnar svokölluðu Breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar um langtímakjarasamninga undir lok síðasta árs. Virtust þau sammála um að hófstilltar launahækkanir væru við hæfi og höfðu bæði ríki og sveitarfélög lýst yfir vilja til að koma að borðinu.

Fram komu þó brestir um miðjan janúar, Breiðfylkingin ákvað að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara þann 24. janúar og sleit að lokum kjaraviðræðum við SA þann 9. febrúar. Helsta ágreiningsefnið að sögn verkalýðsforkólfanna var svokallað forsenduákvæði, en að auki hefur aðkoma stjórnvalda verið óljós.

Í gær bárust þær fregnir að ríkissáttasemjari hefði ákveðið að boða til fundar nú í morgunsárið en hvorki Breiðfylkingin né Samtök atvinnulífsins virðast hafa breytt kröfum sínum til muna.

Upphaflegar kröfur Breiðfylkingarinnar fólu í sér krónutöluhækkanir, hækkun barna-, vaxta- og húsnæðisbóta sem myndi fela í sér 20-25 milljarða króna útgjaldaaukningu ríkisins á ári, og forsenduákvæði um heimild til uppsagnar myndu stýrivextir ekki lækka.

Nánar er farið yfir kjaramálin og þróun síðasta áratug í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.