Peloton hefur samið við Amazon um að selja æfingahjólin sín og annan líkamsræktarbúnað í gegnum vefverslun Amazon. Þetta kemur fram í grein hjá CNBC. Samningurinn við Amazon er nýjasta tilraun Peloton til að reyna að minnka tap félagsins og bæta sjóðstreymið nú þegar fólk er byrjað aftur á fullu í ræktinni eftir faraldurinn.

Peloton tapaði 757 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi sem leiddi meðal annars til þess að félagið tók 750 milljón dala lán frá JPMorgan og Goldman Sachs. Um er að ræða fyrsta samstarf Peloton við smásala, en fram að þessu hafði Peloton selt vörurnar sínar beint til viðskiptavina.

Kevin Cornils, viðskiptastjóri Peloton, sagði í tilkynningu að mikil eftirspurn væri eftir vörum Peloton á Amazon. Í hverjum mánuði væru um hálf milljón leitir að vörum Peloton í gegnum leitarvél Amazon.

Gengi bréfa Peloton hefur hækkað um 20% frá opnun markaða í dag og stendur í 13,4 dölum á hlut