Fjár­tækni­fyrir­tækið Ra­pyd hefur fest kaup á starf­semi al­þjóð­lega greiðslu­miðlunar­risans PayU fyrir 610 milljónir Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar rúm­lega 80 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Ra­pyd fylgir starf­semi PayU í Ind­landi, Tyrk­landi og í Suð-Austur Asíu f ekki með í við­skiptunum. Kaupin eru gerð með fyrir­vara um sam­þykki eftir­lits­aðila.

„PayU hefur verið leiðandi í greiðslu­miðlun í yfir 20 ár og hefur fjár­fest gríðar­lega í fjár­tækni á undan­förnum árum, með á­herslu á að tækni sem gerir fé­laginu kleift að veita fram­úr­skarandi greiðslu­þjónustu á þeim mörkuðum sem fé­lagið starfar á. Fé­lagið er með starf­semi á yfir 30 löndum og þjónustar sölu­aðila um allan heim,“ segir í til­kynningu Ra­pyd um við­skiptin.

Ra­pyd er al­þjóð­legt fjár­tækni­fyrir­tæki sem starfar um allan heim. Árið 2020 keypti Ra­pyd ís­lenska færslu­hirðirinn Korta og á árinu 2022 festi fé­lagið kaup á Valitor.

Starf­semi þessara fé­laga hefur verið sam­einuð undir nafni Ra­pyd og með því gerði fé­lagið Ís­land að mið­stöð greiðslu­miðlunar fé­lagsins í Evrópu.

Við­skiptin fela ekki í sér neina breytingu á starf­semi Ra­pyd á Ís­landi, sem verður á­fram lykil­markaður fyrir okkur.

„Við erum veru­lega spennt fyrir þessum við­skiptum enda munu þau styrkja stöðu Ra­pyd sem leiðandi afl í fjár­tækni í heiminum. PayU er frá­bær við­bót við okkar starf­semi og við hlökkum veru­lega til að starfa með teyminu hjá PayU. Við­skiptin fela ekki í sér neina breytingu á starf­semi Ra­pyd á Ís­landi, sem verður á­fram lykil­markaður fyrir okkur. Við munum halda á­fram að þjónusta við­skipta­vini okkar á Ís­landi með fyrsta flokks vöru­fram­boði og þjónustu,” segr Garðar Stefáns­son, for­stjóri Ra­pyd í Evrópu um við­skiptin.

„Kaupin á PayU fela í sér mikil tæki­færi fyrir Ra­pyd þar sem fé­lagið er með öfluga tækni og opnar sömu­leiðis tæki­færi fyrir Ra­pyd á nýjum mörkuðum. Við­skiptin festa Ra­pyd enn fremur í sessi sem eitt sterkasta fjár­tækni­fé­lag í heiminum í dag,”segir Arik Shtilman, for­stjóri og stofnandi Ra­pyd, í til­kynningu.