RARIK ohf. hagnaðist um 314 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2022. Til samanburðar hagnaðist félagið um 800 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins.
Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði var 934 milljónir og hækkuðu rekstrartekjurnar um 5% á milli ára. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1,25 milljarða króna á tímabilinu.
Heildareignir RARIK námu 83,5 milljörðum í lok tímabilsins og heildarskuldir námu námu 29,5 milljörðum á sama tíma. Eigið fé RARIK í lok fyrri hluta árs voru 54 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 65%.
Gert er ráð fyrir að rekstur RARIK á árinu 2022 verði í járnum einkum vegna verðlagsáhrifa á verðtryggðar skuldir samstæðunnar, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Enn fremur er gert ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði jákvæð í samræmi við áætlanir.
Magnús Þór Ásmundsson er forstjóri RARIK.