Miklar lækkanir voru á markaði í dag en af 22 skráðum félögum voru sextán rauð eftir viðskipti dagsins en fimm voru græn. Úrvalsvísitalan stóð samt sem áður í stað og nam heildarvelta 3,5 milljörðum króna.
Hlutabréfaverð Iceland Seafood lækkaði mest í dag eða um 3,7% í 71 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir fylgdi fjárfestingafélagið Eik með lækkun sem nemur 3,5% í 117 milljóna króna viðskiptum og Eimskip lækkaði um 2,4% í 208 milljóna króna viðskiptum.
Skel var eitt fjögurra félaga á Aðalmarkaði sem hækkuðu í dag en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 2,4% í 167 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir fylgdi Sýn með hækkun upp á 2,2% í 23 milljóna króna viðskiptum og þar á eftir Marel með 1,5% hækkun í 118 milljóna króna viðskiptum.