Reikningsskiladagur Félags löggiltra endurskoðenda var haldinn á dögunum og eins og vant er var vel mætt á fundinn, sem fór fram á Grand Hóteli.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Steinar S Kvifte, frá Ernst & Young í Noregi og yfirmaður þeirra í málum tengdum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum á Norðurlöndum og prófessor við NHH. Hann fjallaði um þróun og framtíð IFRS reikningsskilastaðla í ljósi fjármálakreppu.
Auk hans voru innlendir fyrirlesarar með áhugaverð erindi m.a. um samruna stórra alþjóðlegra fyrirtækja og reynslu af skráningu í kauphöll.