Afkoma Opinna kerfa batnaði á milli áranna 2020 og 2021, en hagnaður félagsins jókst úr 6,7 milljónum króna í 50 milljónir króna á milli ára.
Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega eða úr tæplega 3,9 milljörðum í tæplega fjóra milljarða króna á milli ára. Laun og launatengd gjöld hækkuðu úr 913 milljónum króna í 990 milljónir króna en stöðugildum fjölgaði úr 74 í 78 á milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir úr 214 milljónum í 245 milljónir og rekstrarhagnaður að meðtöldum afskriftum úr 127 milljónum króna í 159 milljónir króna.
Eignir í árslok 2021 námu 1,6 milljörðum króna, eigið fé 394 milljónum en skuldir tæplega 1,2 milljörðum króna.
Eigendaskipti yrðu á félaginu undir lok síðasta árs þegar sem framtakssjóðurinn VEX keypti Opin kerfi. Við söluna fór sérhæfði lánasjóðurinn MF1, í rekstri Ísafold Capital Partners hf. með 79% hlut í Opnum kerfum en Frosti Bergssonar, einn stofnanda Opinna kerfa, var einnig meðal seljenda. Í kjölfar kaupanna voru Opin kerfi og Premis, sem einnig er í eigu VEX, sameinuð fyrr á þessu ári, undir nafninu OK.