Sentor ehf., rekstrarfélag fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, hagnaðist um 15 milljónir króna árið 2022 samanborið við tæplega 69 milljónir króna árið áður. Félagið hyggst ekki greiða út arð vegna rekstrar ársins 2022.
Rekstrartekjur félagsins námur 1.151 milljón króna á síðasta ári og drógust saman um 1,5% frá fyrra ári. Rekstrargjöld jukust um 4,2% og námu 1.094 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) dróst saman um helming milli ára og nam um 57 milljónum.
Eignir Sentor voru bókfærðar á 310 milljónir króna í árslok 2022 samanborið við 258 milljónir árið áður. Eigið fé jókst úr um 184 milljónum í 200 milljónir milli ára.
Hluthafar Sentor í árslok 2022:
Eignarhlutur |
30% |
30% |
30% |
5% |
5% |