Margt hefur drifið á daga Geirs H. Haarde í gegnum tíðina. Hann átti farsælan og áhrifamikinn feril í stjórnmálum og var á meðal driffjaðranna í því ferli að koma á frjálsum og óheftum utanríkisviðskiptum fyrir aldamótin.

Geir segir stjórnvöld hafa borið gæfu til að taka skynsamlegar ákvarðanir á ögurstundu í bankahruninu. Réttar ákvarðanir hafi verið teknar á réttum tímapunktum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi síðan reiknað það út fyrir nokkrum árum að íslenska ríkið hafi hagnast á neyðarlögunum um fjárhæð sem nemur 9% af þjóðarframleiðslu.

„Í dag er ríkið að njóta ávaxtanna af þessu meðal annars með því að selja hluti í bönkum sem voru yfirteknir í bankahruninu.“

Viðtal við Geir birtist í tímaritinu Áramót, sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.