Ríkasta fjölskylda Bretlands mun mæta fyrir rétt í Sviss í tengslum við ásakanir um misnotkun og mansal. Fjölskyldan býr í einbýlishúsi í auðugu hverfi í Genf og er sökuð um að flytja inn þjóna frá Indlandi til að sjá um börnin sín og heimilið.

Hinduja-fjölskyldan, sem er metin á 47 milljarða dala, er meðal annars sögð hafa eytt meiri pening í að sjá um hundinn sinn en eigin þjóna.

Ríkasta fjölskylda Bretlands mun mæta fyrir rétt í Sviss í tengslum við ásakanir um misnotkun og mansal. Fjölskyldan býr í einbýlishúsi í auðugu hverfi í Genf og er sökuð um að flytja inn þjóna frá Indlandi til að sjá um börnin sín og heimilið.

Hinduja-fjölskyldan, sem er metin á 47 milljarða dala, er meðal annars sögð hafa eytt meiri pening í að sjá um hundinn sinn en eigin þjóna.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu og segir að Prakash og Kamal Hinduja, ásamt syni þeirra Ajay og eiginkonu hans, hafi gert vegabréf starfsmanna upptæk og greitt þeim tæplega 1.200 krónur í laun fyrir 18 klukkutíma vinnudaga. Þá hafi þau haft lítið sem ekkert frelsi til að fara út úr húsinu.

Yves Bertossa, einn frægasti saksóknari í Genf, bar saman í þessari viku tæplega tíu þúsund dala upphæð sem fjölskyldan mun hafa eytt í hundinn sinn við upphæðina sem fór í að greiða þjónunum laun.

Lögfræðingar fjölskyldunnar neituðu ekki beint ásökununum um lág laun en bentu á að starfsfólkið fengi einnig gistingu og mat. Einnig var deilt um vinnutímana og sagði einn verjandinn að það væri ekki hægt að flokka það sem vinnu að horfa á kvikmynd með börnunum.

Sumir fyrrum þjónar báru vitni og lýstu fjölskyldunni sem vingjarnlegri og sögðu að þau hefðu komið vel fram við þjónana. Ásakanirnar um að vegabréf þeirra hafi verið gerð upptæk og að þau mættu ekki fara út úr húsi án leyfis eru hins vegar alvarlegar og hægt er að dæma það sem mansal.