Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, er enn á sjúkrahúsi en hann lenti í vélsleðaslysi um helgina.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist við upphaf þingfundar hafa upplýsingar um Róbert nái fullri heilsu á ný innan ekki langs tíma. „Sú er líka ósk okkar og bæn okkar samþingsmanna hans,“ sagði Einar við upphaf þingfundar. Sendi þingforseti Róberti kveðjur með óskir um góðan bata.
Brynhildur Björnsdóttir tekur sæti Róberts Marshall á þingi á meðan hann er að ná heilsu.