Rubix á Íslandi, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á varahlutum og iðnaðarvörum, hagnaðist um 146,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 108 milljóna hagnað árið 2020. Vörusala Rubix Íslands nam 2,9 milljörðum króna á síðasta ári og var 28% meiri en árið 2019.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 1,7 milljarða í lok síðasta árs og eigið fé var rúmur hálfur milljarður.

Rubix Ísland hóf starfsemi á Íslandi árið 2007, þá undir merkjum Brammer. Félagið er í eigu Rubix Group, eins stærsta birgja í Evrópu, sem varð til við sameiningu IPH-Group við Brammer árið 2017, eftir kaup Advent International á Brammer.

Sjá einnig: Rubix klárar kaupin á Verkfærasölunni

Rubix Ísland keyti Verkfærasöluna, sölu- og þjónustuaðila á rafmagns- og handverkfærum, í vor. Þegar kaupin voru tilkynnt kom fram að þau væru hluti af fjárfestingaráætlun Rubix.