Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa mælt með að dómsmálaráðuneytið höfði refsiákæru á hendur Boeing í tengslum við banaslysin tvö árin 2018 og 2019 sem urðu 346 manns að bana.

Boeing hefur ekki viljað tjá sig við fréttamiðilinn BBC en dómsmálaráðuneytið hefur til 7. júlí til að taka endanlega ákvörðun um hvort það muni ákæra fyrirtækið.

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa mælt með að dómsmálaráðuneytið höfði refsiákæru á hendur Boeing í tengslum við banaslysin tvö árin 2018 og 2019 sem urðu 346 manns að bana.

Boeing hefur ekki viljað tjá sig við fréttamiðilinn BBC en dómsmálaráðuneytið hefur til 7. júlí til að taka endanlega ákvörðun um hvort það muni ákæra fyrirtækið.

„Þetta er mjög mikilvæg ákvörðun sem er að koma. Það eru vandamál með þessar flugvélar. Við erum að sjá vandamál með þessar vélar og þá er ég að tala um 737 Max og 787 og það endurspeglar forystu fyrirtækisins,“ segir Ed Pierson, framkvæmdastjóri flugöryggisstofnunarinnar og fyrrum yfirmaður hjá Boeing.

Í síðustu viku hvöttu ættingjar fórnarlambanna saksóknara til að krefjast sektar á hendur Boeing upp á 25 milljarða dala. Samkvæmt samningi sem gerður var árið 2021 sagði Boeing að fyrirtækið myndi greiða 2,5 milljarða dala sátt.

Í síðasta mánuði sagði dómsmálaráðuneytið að Boeing hefði brotið gegn þeim samningi þar sem fyrirtækið hefði ekki framfylgt reglu- og siðferðisáætlun til að koma í veg fyrir brot á bandarískum lögum á starfsemi sinni.