Sala nýrra fólksbíla í ágúst jókst um 16,5% miðað við ágúst í fyrra, en alls voru skráðir 979 nýir fólksbílar nú en voru 840 í fyrra.
Í heildina eftir fyrstu átta mánuði ársins hefur salan aukist um 37,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 11.869 nýir fólksbílar samanborið við 8.612 nýja fólksbíla í fyrra.
Sala til ökutækjaleiga er að byrja að hægja á sér eftir góða sölu í sumar og seldust 403 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 323 á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa verið skráðir 6.371 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 3.755 bíl í fyrra. Er það aukning um 69,7% milli ára.
Í ágúst var mest selda tegundin KIA með 172 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Toyota með 150 seldan fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í ágúst var Dacia með 106 fólksbíla skráða.
Rafbílar vinsælir
Hlutfall tengiltvinnbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 25,3%. Rafmagnsbílar koma þar rétt á eftir með 25,24% af sölunni, hybrid er 20,1%, dísel er 16,1% og bensín er 13,3%.
Ef við skoðum sölu til einstaklinga þá eru 52,7% að velja sér rafmagnsbíl. Þar á eftir kemur sala tengiltvinnbíla með 19,2%, hybrid með 15,3%, dísel með 7,95% og bensín með 4,85% sölunnar.