Hagnaður Saltverks nam 47 milljónum króna í fyrra en árið áður hagnaðist félagið um 20 milljónir. Rekstartekjur námu 381 milljón króna og jukust um 58% milli ára. Eignir félagsins í lok árs námu 223 milljónum og eigið fé 119 milljónum.

Björn Steinar Jónsson er framkvæmdastjóri Saltverks en hluthafar félagsins eru þrír – Dos ehf., VIBS ehf. og Þarabakki ehf. með þriðjungshlut hvert.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.