Amazon vinnur hörðum höndum að því að þróa gervigreindarörgjörva til að keppa við Nvidia. Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Nvidia framleiðir gervigreindarörgjörva sem notaðir eru víða í tæknigeiranum, þar á meðal hjá mörgum af helstu tæknirisunum vestanhafs.

Sérfræðingar Amazon hafa unnið að nýjustu kynslóð Trainium2-örgjörva, sem búa yfir fjórfalt hraðari vinnslugetu og eru þrefalt minni en fyrri kynslóð Trainium-örgjörvanna.

Þessi nýja tækni er lykilatriði í stefnu Amazon Web Services, sem er einn stærsti viðskiptavinur Nvidia, um að þróa og framleiða eigin örgjörva fyrir verkefni á sviði gervigreindar.