Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið „á­kvörðun til bráða­birgða“ vegna „senni­legs brots Hreyfils“ gegn sam­keppnis­lögum, með því að banna leigu­bif­reiða­stjórum sem keyra fyrir Hreyfil að nýta sér þjónustu annarra leigu­bif­reiða­stöðva.

Stutt er síðan að Hopp sótti fram á leigu­bíla­markaði á Ís­landi en fyrir­tækið hefur ráðið til sín fimm­tíu bíl­stjóra.

„Frá því að Hopp hóf starf­semi hefur Hreyfill komið í veg fyrir að leigu­bif­reiða­stjórar sem keyra fyrir Hreyfil nýti sér þjónustu Hopp. Þá úti­lokuðu einnig reglur í sam­þykktum og stöðvar­reglum Hreyfils fé­lags­menn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði, sem þeim stæði til boða,“ segir í til­kynningu Sam­keppnis­eftir­litsins.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið „á­kvörðun til bráða­birgða“ vegna „senni­legs brots Hreyfils“ gegn sam­keppnis­lögum, með því að banna leigu­bif­reiða­stjórum sem keyra fyrir Hreyfil að nýta sér þjónustu annarra leigu­bif­reiða­stöðva.

Stutt er síðan að Hopp sótti fram á leigu­bíla­markaði á Ís­landi en fyrir­tækið hefur ráðið til sín fimm­tíu bíl­stjóra.

„Frá því að Hopp hóf starf­semi hefur Hreyfill komið í veg fyrir að leigu­bif­reiða­stjórar sem keyra fyrir Hreyfil nýti sér þjónustu Hopp. Þá úti­lokuðu einnig reglur í sam­þykktum og stöðvar­reglum Hreyfils fé­lags­menn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði, sem þeim stæði til boða,“ segir í til­kynningu Sam­keppnis­eftir­litsins.

Önnur áminning á stuttum tíma

„Hreyfill hefur um ára­bil verið stærsta leigu­bif­reiða­stöð landsins með flesta leigu­bif­reiða­stjóra og gríðar­legan efna­hags­legan styrk um­fram keppi­nauta. Sam­keppnis­eftir­litið tók sam­svarandi hátt­semi Hreyfils gagn­vart öðru fé­lagi til skoðunar árið 2020,“ segir þar enn fremur.

Sam­keppnis­eftir­litið beindi þá til­mælum til Hreyfils að láta af hátt­seminni, sem bryti lík­lega gegn 11. gr. sam­keppnis­laga.

„At­hugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrr­greind til­mæli Sam­keppnis­eftir­litsins að vettugi.“

Í bráða­birgða­á­kvörðuninni er þeim fyrir­mælum beint til Hreyfils að láta af hátt­semi sinni gagn­vart Hopp án tafar „á­samt því að gera nauð­syn­legar breytingar á reglum og sam­þykktum fé­lagsins sem banna eða hamla því að leigu­bif­reiða­stjórar sem keyri fyrir Hreyfil nýti sér jafn­framt þjónustu annarra aðila.“

Hreyfill þarf að gefa út form­lega til­kynningu til leigu­bif­reiða­stjóra sem nýta sér þjónustu fé­lagsins þar sem upp­lýst er um bráða­birgða­á­kvörðunina og að leigu­bif­reiða­stjórum sé frjálst að nýta sér jafn­framt þjónustu annarra aðila kjósi þeir það.

„Sam­keppnis­eftir­litið telur að um­rædd hátt­semi grund­vallist hvorki á mál­efna­legum né hlut­lægum for­sendum. Hátt­semi Hreyfils sé til þess fallin að hindra inn­komu nýs keppi­nautar á markaðinn neyt­endum til tjóns á­samt því að við­halda þeim tak­mörkunum, gagn­vart meiri­hluta leigu­bif­reiða­stjóra, sem ný lög um leigu­bif­reiða­akstur áttu að upp­ræta,“ segir að lokum.