Birgir Brynjólfsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Antarctica Advisors sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum í alþjóðlegum sjávarútvegi, segir mikla þörf á hagræðingu og samþjöppun í Norður-Ameríku.

„Í Evrópu og á Íslandi hefur orðið mikil samþjöppun undanfarin ár en sú samþjöppun hefur ekki enn átt sér stað í Norður-Ameríku, og þá sérstaklega Bandaríkjunum. Markaðurinn er því enn mjög sundurleitur.

Sjávarútvegurinn í Norður-Ameríku er samsettur af mörgum litlum og meðalstórum fyrirtækjum en önnur próteinframleiðsla dýraafurða telur ekki nema örfá mjög stór fyrirtæki. Samþjöppunin er hins vegar að eiga sér stað þessa stundina og okkar fyrirtæki spilar stór thlutverk í þeirri þróun.

Sjávarútvegur er alþjóðlegur iðnaður og fyrirtæki í NorðurAmeríku eru að keppa við alþjóðlega framleiðendur afurða. Stór hluti þeirra verkefna sem við komum að eru „cross-border“ samrunar þar sem það eru yfirleitt stærri aðilar að kaupa minni fyrirtæki til þess að auka hagkvæmni eða auka aðgengi að afurðum eða mörkuðum.

Eftirspurn eftir sjávarafurðum hefur verið að aukast í Norður-Ameríku, sérstaklega vegna þess að neytendur eru að óska eftir heilbrigðu og sjálfbæru próteini. Með þessari þróun þurfa fyrirtækin að vera samkeppnishæfari og þá þurfa þau að eyða auknu fjármagni í rannsóknir og þróun, tækninýjungar og markaðssetningu á afurðum. Þetta kallar á aukna hagkvæmni í greininni, sem aftur kallar á aukna samþjöppun.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.