Garðar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnslunnar á Fá­skrúðs­firði, segir í sam­tali við Fiski­fréttir Skagann 3X skipta ís­lenskan sjávar­út­veg gríðar­lega miklu máli.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í gær var Skaginn 3X tekinn til gjald­þrota­skipta í gær og öllum starfs­mönnum fyrir­tækisins sagt upp.

Helgi Jóhannes­son lög­maður tók við starfi skipta­stjóra í kjöl­farið en hann segir í sam­tali við mbl.is að nokkrir hafi lýst á­huga á að kaupa allt fyrir­tækið og ein­stakar eignir þess.

Garðar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnslunnar á Fá­skrúðs­firði, segir í sam­tali við Fiski­fréttir Skagann 3X skipta ís­lenskan sjávar­út­veg gríðar­lega miklu máli.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í gær var Skaginn 3X tekinn til gjald­þrota­skipta í gær og öllum starfs­mönnum fyrir­tækisins sagt upp.

Helgi Jóhannes­son lög­maður tók við starfi skipta­stjóra í kjöl­farið en hann segir í sam­tali við mbl.is að nokkrir hafi lýst á­huga á að kaupa allt fyrir­tækið og ein­stakar eignir þess.

„Maður á erfitt með að sjá fyrir sér að menn láti þá þekkingu sem er þarna innan dyra, í mann­auði og öðru, glatast,“ segir Garðar við Fiski­fréttir.

Loðnu­vinnslan er með mikinn búnað frá Skaganum 3X í vinnslu sinni; sjálf­virkni­kerfi og plötu­frysta og pökkunar­línur. „Þeir sjálf­virkni­væddu upp­sjávar­frystinguna,“ segir Garðar.

„Skaginn hefur skipt ís­lenskan sjávar­út­veg og fyrir­tækin í landinu gríðar­lega miklu máli í gegnum árin. Það er kannski það al­var­legasta í þessu. Fyrir­tækið hefur staðið í farar­broddi í á­kveðinni þróun í tækni- og sjálf­virkni­væðingu á upp­sjávar­vinnslunni hér og víða annars staðar. Það er alveg ljóst að þetta hefur veru­leg á­hrif. Ó­neitan­lega verður þetta högg,“ segir Garðar.